supported by
/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

      $0.99 USD  or more

     

about

www.facebook.com/gabrieliceland

Kannski hefði ég átt að hugsa mig um aðeins betur.
Áður en ég stóð upp og gekk burt frá þér.

Enginn veit hvað hefur átt fyrr en misst hefur,
og enginn draumarós fyrr en kysst hefur.
Bakvið þessi augnalok ljósið mitt sefur,
og bíður þess að vakna upp.

Lífið er allt of stutt,
til að gefast upp og hafna þessum draumum.
Bara safna þessum baunum, og lifa ást í launum.
Ef sólin skín er best að tana. Chilla með límónu og klaka.
Svo ég hugsekki til baka.

Ég fer frekar út og hringi í þig.
Og spyr: Vilt ekki hitta mig?
Viltu ekki ís, eða eitthvað næs?
Bara eitthvað chill. Ertu til?

Er eila sama. Bara með þér.
Ef við erum saman. Ef við erum hér.
Horfum á hina. Farandí hringi.
Förum í felur þar sem enginn sér.

Ég beilaði út. En kom svo til baka.
Eins og hvolpur með skottið á milli lappanna.
Alltof lengi að fattaða.

Kannski hefði ég átt að hugsa mig um aðeins betur.
Áður en ég stóð upp og gekk burt frá þér.

Ég horfði á framtíðina. Þú hvarfst mér sjónum.
Falin á bakvið reyk af eitt sinn ástareldi.
Þú horfðir til baka á móti mér, með augum fylltum tárum.
Sem vildu slökkva í þessum glóðum.

En tíminn breytir minningum. Það vita þeir sem lifa.
Við höldum alltaf áfram. Klukkan hættir ekki að tifa.
En við getum verið fúl eða fyrirgefið. Og yfirgefið allt.
Sem heyrir fortíðinni til.

En ég vil ekki eitt tækifæri til þess eins að biðja um annað.
Og hvort ég segi satt ég treysti að tíminn muni sanna.
En ef við höldum áfram og sjáumst svo aldrei framar.
Tíminn ræður hvort við verðum saman.

Kannski hefði ég átt að hugsa mig um aðeins betur.
Áður en ég stóð upp og gekk burt frá þér.
gabriel.iceland@gmail.com

Photo © Héðinn Eiríksson

credits

released September 4, 2012

tags

license

all rights reserved

about

Gabríel Reykjavík, Iceland

contact / help

Contact Gabríel

Streaming and
Download help

Redeem code