/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.

      $1 USD  or more

     

about

Gabríel's fourth single.
Featuring vocalists Krummi, (of Minus and Legend), and Opee (of Quarashi).
www.facebook.com/gabrieliceland

lyrics

Ljós í myrkri. Himinn fellur.
Frost í lofti. Aldan skellur.
Brýtur steina. Brýtur bein.
Tunglið horfir á börnin ein.

Jörðin skelfur. Sprungur opnast.
Jöklar bráðna. Reykur rís.
Eldur vaknar í iðrum niðri, hjartað hitnar, þíðir ís.

Er lítill fugl í fjarska maður.
Fer yfir og ég fylgist með ykkur dreyma.
Flýg yfir hafið til að tína þessa demanta,
sem eru týndir en í djúpinu leynast.

Gerðir úr brotnum hjörtum hafmeyja,
sem alltof oft vilja gleymast.
Tár breytast svo í smaragða.
Ég steypi mér niður í hafið því að þar á ég heima.

Mér gengur erfiðlega
að komast að
hjá sjálfum mér.

Mig vantar frið, vil hvíla mig.
Það er svo sárt - þegar.

Ég gleymi að geyma
hjarta mitt á réttum stað.

Mig vantar frið
vil hvíla mig
það er svo...

En ég hryggbrotna við lendingu.
Missi andann þar sem hákarlar sveima.
En ég hirði ekki um gullfiska,
sem vilja drekka sorgirnar sem úr sárunum streyma.

Ég sekk niður í myrkrin djúp,
þar til botninn glitrar líkt stjörnur sem skína.
Allt sem er biturt var eitt sinn ljúft,
brotin hjörtu eru ást sinna tíma.

Svo ég svíf bara einsog fuglinn maður,
fer yfir og ég fylgist með ykkur dreyma.
Fer oní hafið til að ná í þessa demanta,
sem eru týndir en í djúpinu leynast.

Gerðir úr brotnum hjörtum hafmanna, sem alltof oft vilja gleymast.
Blóðdropar verða rúbíar.
Ég steypi mér niður í hafið því að þar á ég heima.

Mér gengur erfiðlega
að komast að
hjá sjálfum mér.

Mig vantar frið, vil hvíla mig.
Það er svo sárt - þegar.

Ég gleymi að geyma
hjarta mitt á réttum stað.

Mig vantar frið
vil hvíla mig
það er svo...

Lífið er meira en endalausar hringiður,
brotsjór og há-flóð.
Þegar vinda lignir þá liggjum við á vindsængjum og drekkum kokteil í blásjó.

Þess á milli er ég fuglinn mar.
Fer yfir og ég fylgist með ykkur dreyma.
Flýg yfir hafið til að sækja þessa demanta,
sem allt of oft vilja gleymast.

Þú gleymir að geyma á réttum stað,
allt það sem á að vera þér kærast.
Sorgir verða gimsteinar,
enda á hafsbotni stjörnur skærar.

Mér gengur erfiðlega
að komast að
hjá sjálfum mér.

Mig vantar frið, vil hvíla mig.
Það er svo sárt - þegar.

Ég gleymi að geyma
hjarta mitt á réttum stað.

Mig vantar frið
vil hvíla mig
Það er svo sárt - þegar.

Ég gleymi að geyma
hjarta mitt á réttum stað.

Mig vantar frið, vil hvíla mig
það er svo...

credits

released July 10, 2013

tags

license

all rights reserved

about

Gabríel Reykjavík, Iceland

contact / help

Contact Gabríel

Streaming and
Download help

Redeem code